Ólöglegir innflytjendur í Bandaríkjunum
Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. |
Heimildir skortir fyrir staðhæfingum í þessari grein. Ef þú vilt bæta við heimild vinsamlegast bættu þeim við undir nýrri fyrirsögn („Heimildir“) eða skildu eftir athugasemd á spjallsíðunni. |
Ólöglegir innflytjendur í Bandaríkjunum eru þeir borgarar sem komast inn í Bandaríkin án viðeigandi dvalarleyfis eða verða áfram þar eftir að dvalarleyfi þeirra er runnið út. Þó svo að reglugerðir og lög í Bandaríkjunum séu mjög strangar þá er ekki neins staðar í heiminum svo mikill fjöldi ólöglegra innflytjenda samanborið við höfðatölu.[heimild vantar] Þykir þetta mjög stórt vandamál sérstaklega í Texas, Arizona, Kaliforníu og Nýju Mexíkó þar sem þessi fylki eiga landamæri að Mexíkó en um 60 % allra innflytjenda í Bandaríkjunum eru þaðan.
Fyrir marga eru Bandaríkin æskilegt land til að flytja til. Flestir innflytjendur til Bandaríkjanna koma til landsins í leit að vinnu, til þess að komast hjá pólitískri undirokun, búa með fjölskyldunum sínum, bæta lífsskilyrði sín og barnanna sinna eða njóta menningar- og heilsugæslukerfanna. Bandaríkin verða fyrir valinu hjá mörgum innflytjendum af því bandarískir atvinnurekendur borga ólöglegum innflytjendum mun hægri laun en þeir gætu fengið í heimalandinu sínu. Bandarískir vinnuveitendur eru neyddir til þess að ráða ólöglega innflytjenda af þremur höfuðástæðum: efnahagsbreytingum á heimsvísu, þörfinni til þess að svara skortinum á starfsmönnum í láglaunastörf og ónógum refsiaðgerðum fyrir vinnuveitendur sem ráða ólöglega innflytjendur.
Saga innflytjenda í Bandaríkjunum
[breyta | breyta frumkóða]Bandaríkin eru frekar ungt land og í rauninni byggt á innflytjendum. Fyrstu lög gegn ólöglegum innflytjendum voru sett 1790. Þau bönnuðu innflytjendum af evrópskum uppruna að koma til landsins. Árið 1882 voru sett lög sem bönnuðu kínverska innflytjendur. Þeim lögum var aflétt 1943 auk þess sem innflytjendur frá Evrópulöndum var leyft að koma.