Ítalskur skúti

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ítalskur skúti á við nokkrar myntir sem slegnar voru á Ítalíu fram á 19. öld. Nafnið er dregið af latneska orðinu scutum sem merkir „skjöldur“. Á 16. öld var heitið notað á stóra silfurmynt sem gat verið mismunandi að stærð eftir því hvaðan hún kom.

Fyrsti silfurskútinn (scudo d'argento) var sleginn árið 1551 í Mílanó af Karli 5. keisara.

Í Páfaríkinu var skúti Páfaríkisins opinber gjaldmiðill til 1866. Orðið er líka heiti gjaldmiðilsins sem notaður var í Portúgal áður en evran var tekin upp.