Íslensku myndlistarverðlaunin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Íslensku myndlistarverðlaunin voru stofnuð árið 2018.[1] Í byrjun var einungis veitt í flokkunum Myndlistarmaður ársins og svo sérstök hvatningarverðlaun. Árið 2021 bættist við heiðursviðurkenning sem gefin er fyrir ævistarf og viðurkenning fyrir útgefið efni, og síðan árið 2022 áhugaverðasta endurlitið og áhugaverðasta samsýningin. Einungis eru gefin peningaverðlaun í flokkunum Myndlistarmaður ársins og hvatningarverðlaun.[2]

Dómnefnd[breyta | breyta frumkóða]

Myndlistarráð Íslands veitir verðlaunin, og sér myndlistarmiðstöð um framkvæmdina. Dómnefnd skipa fulltrúar frá Listaháskóla Íslands, SÍM (samband íslenskra myndlistarmanna) Listfræðafélaginu og einn fulltrúi íslenskra safna. Leynilegt er hverjir eru meðlimir nefndarinnar þar til verðlaun hafa verið tilkynnt.

Myndlistarmaður ársins[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2018 voru tilnefnd Anna Júlía Friðbjörnsdóttir fyrir sýninguna Erindi í Hafnarborg, Egill Sæbjörnsson fyrir sýninguna Ùgh & Bõögâr Jewellery í i8 Gallery, Hulda Vilhjálmsdóttir fyrir sýninguna Valbrá í Kling og Bang og Sigurður Guðjónsson fyrir sýninguna Inniljós í kapellu og líkhúsi St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Hlaut Sigurður Guðjónsson verðlaunin.[3]

Árið 2019 var Eygló Harðardóttir tilnefnd fyrir Annað rými í Nýlistasafninu, Guðmundur Thoroddsen fyrir Snip Snap Snubbur í Hafnarborg, Hekla Dögg Jónsdóttir fyrir Evolvement í Kling & Bang, og Steinunn Gunnlaugsdóttir-Litla Hafpulsan og framlag sitt á listahátíðinni Cycle. Eygló Harðardóttir bar sigur úr býtum það ár.[4]

Árið 2020 var Anna Guðjónsdóttir tilnefnd fyrir Hluti í stað heildar í Listasafni Reykjavíkur, Guðjón Ketilsson fyrir Teikn í Listasafni Reykjanesbæjar, Hildigunnur Birgisdóttir fyrir Universal Sugar í Listasafni ASÍ og Ragnar Kjartansson fyrir Fígúrur í landslagi í i8. Guðjón Ketilsson hlaut verðlaunin það ár.[5]

Árið 2021 var Haraldur Jónsson tilnefndur fyrir sýninguna Ljósavél í gallerí Berg Contemporary, Margrét H. Blöndal fyrir sýninguna Loftleikur í i8 Gallerí, Libia Castro og Ólafur Ólafsson fyrir verkið Í leit að töfrum – Tillaga að nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland, og Selma Hreggviðsdóttir og Sirra Sigrún Sigurðardóttir fyrir sýninguna Ljósvaki  í gallerí Berg Contemporary. Hlutu Libia og Ólafur verðlaunin en þau voru fyrsta tvíeykið til að vinna. Sýningin fór fram á Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi og á götum úti við Stjórnarráð og Alþingi Íslands.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Myndlistarmiðstöð - Íslensku myndlistarverðlaunin“. Icelandic Art Center - Myndlistarmiðstöð. Sótt 2. apríl 2024.
  2. „Um Íslensku myndlistarverðlaunin“. Icelandic Art Center - Myndlistarmiðstöð. Sótt 2. apríl 2024.
  3. „Sigurður Guðjónsson er myndlistarmaður ársins - RÚV.is“. RÚV. 22. febrúar 2018. Sótt 2. apríl 2024.
  4. „Íslensku myndlistarverðlaunin 2019“. Icelandic Art Center - Myndlistarmiðstöð. Sótt 2. apríl 2024.
  5. „Guðjón Ketilsson valinn myndlistarmaður ársins - RÚV.is“. RÚV. 20. febrúar 2020. Sótt 2. apríl 2024.