Íshúsfélag Ísfirðinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Íshúsfélag Ísfirðinga er félag sem var stofnað til að byggja íshús til að frysta og geyma beitu fyrir fiskibáta. Stofnfundur var 7. janúar 1912. Félagið fékk lóð efst við Fjarðarstræti og byggði þar íshús. Síðla hausts um leið og ís hafði myndast á tjörnum, ám og lækjum þá var ís tekinn og fluttur í snjógeymir.

Fiskimálanefnd sem sett var á stofn 1934 hvatti fiskverkendur til að taka upp hraðfrystingu og árið 1937 voru þrjú frystihús sameinuð en það voru Íshúsfélagið, Jökull og Gláma undir nafni Íshúsfélagsins og var tilgangurinn að koma á stað hraðfrystingu matvæla í stað frystingar á beitu. Árið 1943 keypti hópur undir forustu Guðjóns E. Jónssonar útibússtjóra Landsbankans upp megnið af hlutafé félagsins og rak í nokkur ár, síðan eignuðust Böðvar Sveinbjarnarson og Jón Kjartansson félagið og ráku til ársins 1952 en þá eignaðist Ísafjarðarkaupstaður félagið. Árið 1957 keyptu fimm útgerðarfélög í bænum hvert um sig 1/6 hluta félagsins en bærinn hélt einum eftir. Um 1970 breyttist eignarhald Íshúsfélagsins þannig að Gunnvör hf og Hrönn hf urðu aðaleigendur félagsins. Hráefni til vinnslunnar kom frá þessum eigendum og skuttogurunum Júlíusin Geirmundssyni og Guðbjörgu. Upp úr 1990 hóf Íshúsfélagið útgerð í þátttöku við aðra aðila á línubátnum Hafdísi, skuttogaranum Framnesi Ís 708 og skuttogaranum Gylli frá Flateyri síðar var nefndur Stefnir Is 28. Árið 1994 eignaðist Gunnvör nánast allt hlutafé félagsins. Eftir að Gunnvör hf og Hraðfystihúsið hf í Hnífsdal sameinuðust undir nafninu Hraðfrystihúsið Gunnvör hf sameinaðist Íshúsfélag Ísfirðinga hf því félagi árið 2000.

Margvísleg starfssemi er í Íshúsfélagshúsinu að Eyrargötu.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  • Jón Þ. Þór: Saga Íshúsfélags Ísfirðinga 1912-1992, Ísafirði, 1992