Í uppnámi
Útlit
Í uppnámi var einn skákskýringaþáttur sem Ríkissjónvarpið sýndi fyrst 30. nóvember 1966 og endursýndi vorið 1967. Þáttastjórnandi var Guðmundur Arnlaugsson, rektor. Í þættinum kepptu Friðrik Ólafsson og Ingi R. Jóhannsson. Þátturinn var með því fyrsta sem framleitt var fyrir íslenskt sjónvarp.