Íþróttalið Reykjavíkur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Íþróttalið Reykjavíkur er heiðurstitill sem veittur er af Íþróttabandalagi Reykjavíkur þeim reykvíska keppnisflokki í hópíþrótt sem talinn er hafa staðið sig best á árinu. Viðkomandi lið hljóta að launum farandbikar og eignabikar. Við sama tilefni er tilkynnt um val á besta íþróttakarli og bestu íþróttakonu borgarinnar.

Kvennalið Fram í handbolta er núverandi handhafi titilsins, en handknattleiksfólk hefur hlotið verðlaunin í helming skipta.


Ár Félag Kyn Íþróttagrein
2013 KR Reykjavík.png KR karlar Knattspyrna
2014 Valur.png Valur konur Handknattleikur
2015 Ármann.png Ármann konur Áhaldafimleikar
2016 KR Reykjavík.png KR karlar Körfuknattleikur
2017 Valur.png Valur karlar Handknattleikur
2018 Knattspyrnufélagið Fram.png Fram konur Handknattleikur