Æðra forritunarmál

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Æðra forritunarmál eða hámál er forritunarmál sem í samanburði við lágmál er að jafnaði óhlutbundnara, auðveldara í notkun og auðveldara í flutningi milli verkvanga (mismunandi örgjörva eða stýrikerfa). Dæmi um hámál eru t.d. C++, Java, JavaScript, Julia, Lisp, Python, Prolog, Ada og Delphi.

HTML er Ívafsmál en ekki forritunarmál; SQL sem er fyrirspurnarmál, er almennt ekki talið forritunarmál (er þó strangt til tekið í nýrri útgáfum), sem er oft notað af forriturum, venjulega í "bland" með almennu forritunarmáli.

Eftir að forrit hefur verið smíðað í hámáli er það vistþýtt yfir í svokallað vélamál svo það sé keyranlegt á tölvunni.

Hér að neðan er dæmi um lítið forrit sem umreiknar hitastig úr celsíus yfir í farenheit, í C++:

  #include <iostream>
  using namespace std;
  
  int main()
  {
   int celsius, farenh;
   cout << "Sláið inn hitastig í celsíusgráðum: ";
   cin >> celsius;
   farenh = 9*celsius/5 + 32;
   cout << "Hiti í Fahrenheit er þá " << farenh << " gráður" << endl;
   return 0;
  }

Foritunarmál eru almennt séð með lykilorðum á ensku, sbr. t.d. return hér að ofan (og select í SQL). Þau eru hins vegar örfá, og enskukunnátta er því í raun ekki skilyrði til að læra forritun. Þó hafa t.d. verið gerð fá mál sem byggja á íslensku, t.d. Fjölnir og öðrum málum til að mynda arabísku (og þá skrifuð frá hægri til vinstri).