Ávila

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Dómkirkja Ávila.

Ávila er borg í Kastilíu og León og höfuðstaður Ávila-héraðs. Hún liggur um 55 kílómetra frá Madríd og íbúar eru um 60.000 (2013). Gotneskar og rómanskar kirkjur eru algengar í borginni og borgarveggur frá miðöldum. Borgin er á minjaskrá UNESCO.

Ávila er í 1132 metrum yfir sjávarmáli við bakka Adaja-fljóts. Sumur eru hlý og vetur svalir með stöku snjókomu. Meðalhiti í janúar er 3 gráður.

Múrar (Murallas) Ávila eru frá 11.-14 öld.

.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]