Ástjörn (Hafnarfirði)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mynd af Ástjörn.

Ástjörn er tjörn í Hafnarfirði. Tjörnin er í kvos vestan undir Ásfjalli. Í og í kringum tjörnina er auðugt gróður og dýralíf. Tjörnin og umhverfi hennar er friðað og er stærð friðlandsins 28,5 hektarar. Göngustígur liggur umhverfis tjörnina en á varptíma fugla 1. maí til 15. júlí er umferð um hann ekki heimil.[1]

Í Ástjörn vex ýmis vatnagróður svo sem grasnykra,hjartanykra og síkjamari. Tjarnalaukur er einkennisplanta tjarnarinnar en hann þekur botninn á stórum svæðum. Í mýrinni við Ástjörn má finna mýrastör, gulstör og tjarnastör.

Fuglalíf við Ástjörn[breyta | breyta frumkóða]

Yfir varptímann er fjölbreytt fuglalíf við Ástjörn og hafa þar sést rúmlega 50 tegundir fugla en af þeim eru 10 tegundir sem verpa þar að staðaldri. Flórgoði verpir þar og er Ástjörn eina þekkta varpsvæði flórgoða á Suðvesturlandi. Meðal annarra tegunda varpfugla sem verpa þar eru stokkönd, heiðlóa, hettumáfur, hrossagaukur, skógarþröstur,þúfutittlingur og kría.[2]

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Umhverfisstofnun | Ástjörn, Hafnarfirði“. Umhverfisstofnun. Sótt 30. september 2019.
  2. „Umhverfi og útivist (Hafnarfjordur.is)“ (PDF). Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 29. september 2021. Sótt 30. september 2019.