Fara í innihald

Ásgeir Pétursson (lögmaður)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ásgeir Pétursson var íslenskur lögmaður á 15. öld. Raunar er hans aðeins getið í einni heimild og ártal sem þar er nefnt stenst ekki svo að ekki er fullvíst að hann hafi verið lögmaður. En í Lögsögumannatali og lögmanna setur Jón Sigurðsson hann sem lögmann sunnan og austan 1436-1440.

Ekkert er vitað um Ásgeir, ætt hans, fjölskyldu eða búsetu, og ekkert um lögmannsstörf hans.


Fyrirrennari:
Þorsteinn Ólafsson
Lögmaður sunnan og austan
(14361440)
Eftirmaður:
Teitur Gunnlaugsson