Ásgeir Örn Hallgrímsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ásgeir Örn Hallgrímsson (2013)

Ásgeir Örn Hallgrímsson (f. 17. febrúar 1984) er íslenskur handknattleiksmaður sem leikur með danska liðinu GOG Svendborg.

Ásgeir lék með íslenska landsliðinu í handknattleik þegar það vann silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 og þegar það vann bronsverðlaun á Evrópumeistaramótinu í Austurríki 2010.