Ása Helga Hjörleifsdóttir
Útlit
Ása Helga Hjörleifsdóttir | |
---|---|
Fædd | 1. ágúst 1984 |
Störf | Leikstjóri, handritshöfundur |
Ása Helga Hjörleifsdóttir (f. 1. ágúst 1984) er íslenskur leikstjóri og handritshöfundur. Ása útskrifaðist með MA-gráðu í kvikmyndagerð frá Columbia-háskóla í New York vorið 2012.[1] Fyrsta kvikmynd Ásu í fullri lengd, Svanurinn (2017), er byggð á samnefndri bók Guðbergs Bergssonar frá 1991[2]. Önnur kvikmynd hennar, Svar við bréfi Helgu (2022), er byggð á samnefndri bók Bergsveins Birgissonar frá 2010.[3]
Kvikmyndir
[breyta | breyta frumkóða]- Ástarsaga (2012) (Stuttmynd)
- Þú og ég (2015) (Stuttmynd)
- Svanurinn (2017)
- Síðasti dansinn (2020) (Stuttmynd)
- Svar við bréfi Helgu (2022)
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Ása Helga Hjörleifsdóttir“. Kvikmyndavefurinn. Sótt 15. janúar 2022.
- ↑ joninage (25. nóvember 2017). „Eins og að fá listamannalaun í ár“. RÚV. Sótt 5. september 2022.
- ↑ juliame; gudrunsoley (1. september 2022). „„Skynjaði að það væri rosalega mikið að gerast heima"“. RÚV. Sótt 5. september 2022.