Árhver
Útlit
Árhver eða Vellir (hét áður Vellendishver), sprettur upp úr skeri í Reykjadalsá, um i m að hæð sem staðsett er til móts við félagsheimilið Logaland. Mun auðveldara er þó að komast að hvernum með því að vaða yfir ána frá árbakkanum sunnan megin. Þvermál Árhvers er um 1 m og vatn bullar í honum af töluverðum krafti, hiti þess er um 100°C og rennsli hans um 10-15 sekúndulítrar. 1890 voru gos í Árhver 1,5 m í loft upp, en eftir jarðskjálfta 1896 færðust þau í aukana og naðu allt að 10 m hæð. Tveimur árum síðar voru þau aftur komin í fyrri hæð og í dag gýs Árhver ekki af sjálfsdáðum, þó svo hægt sé að fá hann til að gjósa allt að tveim metrum ef borin er í hann sápa.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Borgarfjörður og Mýrar. Mál og menning. ISBN 9979-3-0657-2.
Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.