Ár kartöflunnar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ár kartöflunnar var árið 2008 samkvæmt yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna frá 22. desember 2005, en sama ár var líka Ár hreinlætis. Ár kartöflunnar var haldið til að vekja athygli á mikilvægi kartaflna í mataræði og mataröryggi, en þær eru ein mikilvægasta og ástsælasta fæða fólks um allan heim.

Á ári kartöflunnar voru nákvæmlega 250 ár liðin frá því Friedrich Wilhelm Hastfer ræktaði fyrstu kartöflurnar á Íslandi, á Bessastöðum sumarið 1758.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.