Nevada

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Flagg
Skjöldur
Kortið sýnir staðsetningu Nevada

Nevada er fylki í vesturhluta Bandaríkjanna. Fylkið liggur að Oregon og Idaho í norðri, Utah í austri, Arizona í suðri og Kaliforníu í suðri og vestri. Höfuðborg fylkisins heitir Carson City en Las Vegas er stærsta borg fylkisins. Önnur þekkt borg er Reno. Um 3,1 milljón manns búa í Nevada (2020).

  Þessi Bandaríkja-tengda grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.