Sumartími

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
DaylightSaving-World-Subdivisions.png

Sumartími er hugtak yfir kerfi sem er ætlað að ‘spara’ dagsbirtu. Þegar sumartími tekur gildi er klukkan færð fram um eina klukkustund frá opinberum staðartíma og haldið þannig yfir vor- og sumarmánuði. Markmiðið með þessu er að samræma klukkustundir dagsins (vinnu- og skólatíma) betur við dagsbirtuna. Sumartími er mest notaður í tempraða beltinu og er það vegna hinna miklu breytinga á dagsbirtu á mismunandi árstímum.