Queensland

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Queensland er fylki í Norðaustur-Ástralíu. Það er næststærsta fylki landsins og það þriðja fjölmennasta með tæpar 4,7 milljónir íbúa (des 2013). Höfuðborg fylkisins er Brisbane sem stendur við Kyrrahafsströndina. Fylkinu tilheyrir Kóralrifið mikla sem er eitt stærsta og lengsta kóralrif í heimi. Þar er líka einn helsti ferðamannastaður Ástrala, Gullströndin (enska Gold Coast). Evrópubúar settust fyrst að í Queensland árið 1824 þegar fanganýlenda var stofnuð við Moretonflóa en í upphafi var svæðið hluti af Nýja Suður Wales. Árið 1859 varð svo til nýlendan Queensland, þó með aðeins öðrum landamærum en í dag. Um skamman tíma tilheyrði hluti eyjunnar Nýju Gíneu (þar sem í dag eru Papúa Nýja Gínea og hluti af Indónesíu) Queensland. Qantas, stærsta flugfélag Ástralíu, var upphaflega stofnað til að fljúga milli staða í strjálbýlum hlutum fylkisins.

  Þessi Ástralíugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.