Indlandshaf

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Fimm úthöf jarðar
Indlandshaf

Indlandshaf er þriðja stærsta úthaf jarðar og þekur um 20% af yfirborði hennar, eða 73.556.000 km². Það markast af suðurströnd Asíu í norðri (Indlandsskaga), Arabíuskaganum og Afríku í vestri, í austri af Malakkaskaga, Sundeyjum og Ástralíu og í suðri af Suður-Íshafinu. Það greinist frá Atlantshafinu við 20. lengdargráðu austur og frá Kyrrahafi við 147. lengdargráðu austur. Nyrsti punktur Indlandshafs er í Persaflóa. Eyríki í Indlandshafi eru Madagaskar, Kómoreyjar, Seychelleseyjar, Maldíveyjar, Máritíus og Srí Lanka. Indónesía er við jaðar þess.

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist


  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.