Botnvík

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort sem sýnir Botnvík

Botnvík er nyrsti hluti Helsingjabotns í Eystrasalti. Svíþjóð og Finnland eiga land að víkinni. Landið við víkina er enn að rísa eftir hop ísaldarjökulsins. Nokkrar stórar ár renna í víkina sem er saltlítil og leggur hana því í allt að sex mánuði á hverju ári. Stærstu árnar eru Kemijoki og Lulefljót.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.