Huginn og Muninn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Huginn og Muninn voru hrafnar Óðins í norrænni goðafræði. Á hverjum degi flugu þeir um allan heim og tóku eftir öllu sem gerðist. Að kvöldi sneru þeir aftur og settust á axlir Óðins. Krunkuðu þeir þá í eyru hans og sögðu honum frá öllu sem þeir höfðu séð og heyrt þann daginn. Þannig vissi Óðinn um hvaðeina, sem gerðist.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.