Norðri, Suðri, Austri og Vestri

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Norðri, Suðri, Austri og Vestri eru fjórir dvergar í norrænni goðafræði sem standa hver á sínum enda jarðarinnar og halda uppi himninum, sem í heimsmynd goðafræðinnar er höfuðkúpa jötunsins Ýmis. Hlutverk þeirra er því sambærilegt við títaninn Atlas úr grískri goðafræði.

Nöfn Norðra, Suðra, Austra og Vestra birtast í dvergatalinu í Völuspá en einu lýsinguna á hlutverki þeirra er að finna í Gylfaginningu í Snorra-Eddu. Í frásögninni þar segir að æsirnir hafi sett dvergana fjóra á enda veraldar til að halda uppi himninum eftir víg Ýmis:

Tóku þeir ok haus hans ok gerðu þar af himin ok settu hann upp yfir jörðina með fjórum skautum, ok undir hvert horn settu þeir dverg. Þeir heita svá: Austri, Vestri, Norðri, Suðri.[1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Gylfaginning“. Heimskringla.no. Sótt 7. apríl 2019.