Útópía
Útlit
Útópía eða staðleysa er ímyndaður staður sem á að vera betri í samanburð við nútíðina. Orðið útópía kom fyrst fyrir sem titill á bók eftir Thomas More sem bjó orðið til úr grísku orðunum οὐ („ekki“) og τόπος („staður“). Í bók sinni lýsti More ímyndaðri sælueyju í því skyni að gagnrýna stjórnarfarslegt og félagslegt ástand sinnar samtíðar. Andstæða útópíu er dystópía, sem lýsir stað sem er verri en nútíðin.