Ókapi
Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. Aðalvandamál þessarar greinar: vantar betri flokkun, hreingerningu, spurning með heimild og hvort texti sé tekinn óbreyttur einhvers staðar |
Ókapi | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ókapi í dýragarði í Florida.
| ||||||||||||||
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Okapia johnstoni (P.L. Sclater, 1901) |
Ókapi er klaufdýr skylt gíröffum. Kjörsvæði ókapans er norðausturhluti Austur-Kongó í Mið-Afríku. Þótt ókapar líkist sebrahestum mest í útliti er hann náskyldari gíröffum. Ókapar geta náð allt að 1,5 m hæð og 2 – 2,2 m lengd. Þyngd ókapans er frá 200–350 kg en hali hans er 30–42 cm.
Ókapi var ekki greindur sem sérstök dýrategund fyrr en 1900–1901. Áður hafði hann stöku sinnum sést en aðallega aftan frá. Hann er styggur og hafði því þotið burt frá mönnum inn í þéttan skóginn. Örfáar gamlar húðir styrktu menn þeirri trú að ókapinn væri sebradýr sem hefðist við í skógi.
Útlit
[breyta | breyta frumkóða]Feldur ókapa er snöggur og gljáandi. Dekkri hlutinn eru dökkrauðr, fjólublár, rauðbrúnn, brúnn eða svartur, allt eftir því hvernig ljósið fellur á hann.
Kýrin er hærri en tarfurinn og 25–50 kg þyngri. Kynin eru lík í útliti, með langan haus og háls, dökka snoppu og bol (sem hallar niður á við frá hálsi), stór eyru sem sitja aftarlega og rendur sem minna á sebradýr aftan á lend og lærum. Ókapinn er líka með hvíta eða gula flekki í andlitinu.
Hegðun
[breyta | breyta frumkóða]Ókapinn fer um þéttan regnskóginn á daginn og étur lauf, mjúka sprota, brum, aldin og aðra plöntuhluta. Hann treystir fyrst og fremst á heyrnina í þéttum skóginum og blæs snöggt þegar hann rekst á aðra ókapa. Keppinautar fara í "hálsaslag" eins og gíraffar, að viðstaddri eðlunarfúsri kú, og gefa frá sér lágar stunur meðan á biðlun stendur. Kýrin gefur til kynna áhuga sinn með sams konar hljóðum og lyktarmerkjum á óðalinu.
Ókapi vefur langri, svartri griptungu um lauf, brumhnappa og litlar greinar til að draga ætið upp í munninn. Hann snyrtir sig líka með tungunni og móðirin karar kálfinn með henni.
Kýrin ber einum kálfi í ágúst-október, eftir 425–491 dags meðgöngu. Hún ver kálfinn fyrir rándýrum en tengsl móður og afkvæmis eru ekki jafnsterk og hjá mörgum öðrum klaufdýrum. Á törfum eru hnúðar á höfðinu sem líkjast stuttum hornum.