Ívafsmál
Útlit
Ívafsmál er safn merkinga sem er ofið saman við texta og fela í sér upplýsingar um textann, til dæmis umbrotsupplýsingar eða upplýsingar um formgerð textans. Þekktasta ívafsmálið er líklega HTML sem notað er til að lýsa stiklutexta á veraldarvefnum. Dæmi um sérhæft ívafsmál fyrir umbrotsupplýsingar er TeX.