Íslandsklukkan (myndlistarverk)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Íslandsklukkan við Sólborg

Íslandsklukkan er útilistaverk eftir Kristin E. Hrafnsson. Hún er í eigu Akureyrarbæjar og er staðsett á Sólborgarsvæðinu við Háskólann á Akureyri þar sem hún „vísar til þeirrar árvekni sem einkennir gott háskólafólk“[1]. Listaverkið var sigurframlag Kristins í samkeppni sem Akureryrarbær efndi til árið 2000 í tilefni þúsaldarafmælis kristnitöku og fyrstu ferða Íslendinga til Norður-Ameríku.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Fréttatilkynning á vef Háskólans á Akureyri.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.