Fara í innihald

Ísabella Danaprinsessa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ísabella Danaprinsessa

Ísabella Danaprinsessa skírð Isabella Henrietta Ingrid Margrethe (fædd 21. apríl 2007) er annað barn Friðriks 10. Danakonungs og Maríu drottningar. Ísabella á eldri bróður, Kristján prins og tvö yngri systkin, tvíburana Vincent prins og Jósefínu prinsessu.

Ísabella var skírð í kapellu Fredensborghallar þann 1. júlí 2007. Guðforeldrar hennar voru Matthildur Belgíuprinsessa, Alexia Grikkjaprinsessa, Dr. Nadine Johnston, Dr. Christian Buchwald, Hr. Peter Heering og Frú Marie Louise Skeel. Nafnið Henrietta var eftir móður Maríu, Ingrid var í höfuðið á móðurömmu Friðriks og Margrét eftir Danadrottningunni.

  Þetta æviágrip sem tengist sögu og Danmörku er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.