Fara í innihald

Reipi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Reipi snúið saman til að gera það sterkara

Reipi eða kaðall er strengur úr ýmis konar efni svo sem garni, næloni eða hampi sem er snúinn eða fléttaður saman til að strengurinn verði sem sterkastur og hægt sé að draga,lyfta og binda niður þunga hluti. Reipi er þykkara og sterkara en snæri eða lína. Samheiti yfir reipi eru vaður og tóg, vaður er reipi notað við bjargsig og tóg er reipi notað til að draga þunga hluti t.d. veiðarfæri í sjó og bíla og skip. Strengur úr málmi til að draga skip er kallaður dráttarvír og strengur til að festa skip er kallaður landfestatóg.

Notkun reipa er afar forn. Reipi voru mjög mikilvæg í byggingum, siglingum, ferðum og íþróttum, leiklist og samskiptum. Margar tegundir hnúta hafa þróast til að festa reipi, sameina reipi og nota reipi við ýmis konar vélvirkni. Talíur eru notaðar til að endurbeina togkrafti reipis í aðra átt og margfalda lyftikraft og togkraft og deila byrði á marga hluta af sama reipi. Spil og gangspil eru vélar sem hafa þróast til að draga reipi.