Málfræði
Útlit
Málfræði er safn reglna sem lýsa notkun á tilteknu tungumáli og er þá talað um málfræði þess tungumáls. Stundum er lýsingin talin staðlandi og sögð lýsa „réttri“ notkun málsins. Hefðbundin tungumál sem notuð eru í samskiptum manna stjórnast öll af tiltekinni málfræði, samanber íslenska málfræði og enska málfræði, þótt hún geti verið misflókin. Málfræði er líka mikilvæg í annars konar tungumálum, svo sem forritunarmálum.