Fara í innihald

Hundraðshöfðingi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Maður í búningi hundraðshöfðingja (með einkennandi fjaðraskúf á hjálminum) í sögusviðsetningu í Bourgogne, Frakklandi.

Hundraðshöfðingi (latína: centuriō; gríska: εκατόνταρχος, hekatontarkos) var herforingi í rómverska hernum eftir umbætur Maríusar árið 107 f.Kr. Þeir drógu heiti sitt af því að upphaflega var stærð sveitarinnar sem þeir stjórnuðu um hundrað menn, en eftir umbætur Maríusar töldu þær yfirleitt 80 menn. Þetta var minnsta eining í rómverskri herdeild. Innan herdeildarinnar höfðu hundraðshöfðingjarnir ólík ábyrgðarsvið. Flestir hundraðshöfðingjar komu úr röðum plebeia.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.