Zakim Bunker Hill-brúin
Útlit
Zakim Bunker Hill-brúin | |
---|---|
| |
Opinbert nafn | Leonard P Zakim-Bunker Hill Memorial Bridge |
Nýting | Átta akreinar auk tveggja rétt fyrir utan kaplana (Interstate 93 og U.S. Route 1) |
Brúar | Charlesá |
Staðsetning | Boston, Massachusetts |
Umsjónaraðili | Massachusetts Turnpike Authority |
Gerð | Stagbrú |
Spannar lengst | 227,1 m |
Samtals lengd | 436,5 m |
Breidd | 55,7 m |
Hæð | 98,4 m |
Bil undir | 12,2 m |
Opnaði | 30. mars 2003 (norðurátt)
20. desember 2003 (suðurátt) |
Tók við af | Charlestown High-brúnni |
Leonard P. Zakim Bunker Hill Memorial-brúin (yfirlett stytt í Zakim Bunker Hill-brúin) er stagbrú sem brúar Charlesá í Boston í Massachusetts. Brúin tók við af Charlestown High-brúnni og er hún breiðasta stagbrú veraldar. Meginhluti brúarinnar heldur uppi fjórum akreinum í hvora átt en auk þeirra eru tvær akreinar sem standa á svifbitum fyrir utan kapla brúarinnar. Þessar tvær akreinar sameinast aðalveginum á norðurbakkanum.