Yuki Tsunoda
![]() Tsunoda árið 2021 | |
Fæddur | 11. maí 2000 Sagamihara, Kanagawa, Japan |
---|---|
Formúlu 1 ferill | |
Þjóðerni | ![]() |
2025 lið | Racing Bulls-Honda RBPT Red Bull Racing-Honda RBPT |
Númer bíls | 22 |
Keppnir | 102 (99 ræsingar) |
Heimsmeistaratitlar | 0 |
Sigrar | 0 |
Verðlaunapallar | 0 |
Stig á ferli | 101 |
Ráspólar | 0 |
Hröðustu hringir | 1 |
Fyrsta keppni | Barein kappaksturinn 2021 |
Seinasta keppni | Breski kappaksturinn 2025 |
2024 sæti | 12. (30 stig) |
Aðrar mótaraðir | |
|
|
Titlar | |
|
|
Vefsíða | www |
Yuki Tsunoda (f.11. maí, 2000) er japanskur ökuþór sem keyrir fyrir Red Bull Racing í Formúlu 1. Árið 2021 fékk Tsunoda samning hjá AlphaTauri liðinu og keppti sína fyrstu keppni í Barein kappakstrinum. AlphaTauri breytti um nafn árið 2024 yfir í RB. Eftir fyrstu tvær keppnir 2025 tímabilsins var skipt Liam Lawson frá Red Bull yfir til Racing Bulls og Tsunoda fór þá yfir til Red Bull.[1]
Yngri ferillinn
[breyta | breyta frumkóða]Þegar Yuki Tsunoda var 10 ára gamall hóf hann að keppa í JAF unglingameistaramótaröðinni í karting(JAF Junior Karting Championship). 6 árum seinna þegar hann var á 16. aldursári árið 2016 útskrifaðist hann í Honda Suzuka kappaksturbrauta skólanum(Honda’s Suzuka Circuit Racing School) eftir það sama ár fór hann að keppa í japönsku Formúlu 4.[2] Það stóð tæpt að Tsunoda hefði ekki komist inn í mótaröðina þar sem honum gekk ekki nógu vel í loka kappakstri skólans og var langt á eftir fyrstu mönnum. En Satoru Nakajima sem var þá skólastjóri Honda Suzuka kappaksturbrauta skólans og fyrrum Formúlu 1 keppandi gaf Tsunoda meðmæli sem gerði það að verkum að Tsunoda komst inn. Tsunoda var í 2 ár í japönsku Formúlu 4 árin 2017 og 2018. Fyrra tímabilið endaði hann í 3. sæti í heildina og vann þrjár keppnir. Fyrsti sigur hans var í Okayama í annarri umferðinni sem gerði hann þá að yngsta sigurvegara í sögu japönsku Formúlu 4 mótaraðarinnar.[3] Árið 2018 varð Tsunoda meistari með 245 stig og sjö sigra.
Árið 2019 fór Yuki Tsunoda að keppa í Formúlu 3 með Jenzer Motorsport liðinu og þá var hann einnig á samningi hjá Red Bull yngra liðinu(Red Bull junior team) sem var komið í samstarf við Honda sem er einn helsti styrktaraðili Tsunoda í kappakstri. Tsunoda var aðeins í 1 ár í Formúlu 3 og endaði 9. sæti í heildina í mótaröðinni. Árið 2020 keppti Tsunoda í Formúlu 2 með Carlin liðinu og endaði í 3. sæti í mótaröðinni þá 15 stigum á eftir Mick Schumacher sem varð meistari. Tsunoda hefði hæglega geta orðið meistari sem nýliði ef Bahrain kappaksturinn hefði gengið betur samkvæmt stjóra Carlin liðsins Trevor Carlin.[4]
Formúla 1
[breyta | breyta frumkóða]AlphaTauri/Racing Bulls (2021–2025)
[breyta | breyta frumkóða]2021
[breyta | breyta frumkóða]Árið 2021 fékk Yuki Tsunoda samning hjá AlphaTauri liðinu í Formúlu 1 og tók sætið af Daniil Kvyat. Pierre Gasly varð liðsfélagi Tsunoda það tímabil.[5] Tsunoda náði stigi í sinni fyrstu keppni í Bahrain þegar hann endaði í 9.sæti. Tímabilið byrjaði þó nokkuð brösulega því hann klessti bílnum sínum á öryggisvegg þrisvar sinnum í fyrstu sjö tímatökum tímabilsins.[6] Tímabilið endaði þó á góðum nótum fyrir Tsunoda sem náði í 4. sæti í Abú Dabí sem var besti árangur Tsunoda til þessa í Formúlu 1. Tsunoda endaði í 14. sæti í heimsmeistaramótinu með 32 stig.[7]
2022
[breyta | breyta frumkóða]Árið 2022 var Tsunoda áfram í AlphaTauri sem og einnig Pierre Gasly. Tsunoda endaði Bahrain kappaksturinn í 8. sæti. En svo kom að Sádi-Arabíu kappakstrinum og Tsunoda gat ekki keppt í kappakstrinum vegna vélavandræða í bílnum.[8] Þrátt fyrir það náði hann í stig í þremur af fyrstu sex keppnum tímabilsins. Eftir það náði hann bara í stig í Bandaríska kappakstrinum í Texas þegar endaði keppnina í 10. sæti. Í september var staðfest að Tsunoda yrði áfram í AlphaTauri árið 2023. [9] Hann endaði tímabilið í 17. sæti með 12 stig en Gasly endaði tímabilið í 14. sæti.
2023
[breyta | breyta frumkóða]Pierre Gasly fór til Alpine árið 2023 og fékk Tsunoda þá nýjan liðsfélaga í Nyck De Vries. Í fyrstu fimm keppnum tímabilsins endaði Tsunoda þrisvar sinnum í 11. sæti og tvisvar sinnum í 10. Sæti. Næstu keppnir gengu brösulega hjá Tsunoda en hann náði í 10. sæti í Belgíska kappakstrinum sem voru hans fyrstu stig síðan í Aserbaídsjan. Tímabilið gekk ekki vel Nyck De Vries sem var látinn fara eftir 10. keppnir og Daniel Ricciardo tók við sæti hans.[10] Ricciardo var aðeins búinn að keppa tvær keppnir þegar hann braut á sér hendina á æfingu fyrir hollenska kappaksturinn.[11] Tsunoda fékk þá sinn þriðja liðsfélaga á tímabilinu í Liam Lawson. Eftir Belgíska kappaksturinn fékk Tsunoda ekki stig í næstu fimm keppnum tímabilsins og lenti m.a. í vélarbilun á upphitunarhring ítalska kappaksturins.[12] Ricciardo sneri aftur eftir handabrotið í Bandaríska kappakstrinum í Texas og þar endaði Tsunoda í 8. sæti meðan Ricciardo endaði í 15. sæti. Tsunoda kláraði í stigasæti í tveimur af síðustu fjórum keppnum tímabilsins. Í held endaði Tsunoda í 14. sæti í heimsmeistaramótinu með 17. stig.
2024
[breyta | breyta frumkóða]Árið 2024 breytti AlphaTauri um nafn og varð að Visa Cash App RB.[13] Tsunoda var en með liðinu eins og Ricciardo. Tsunoda byrjaði tímabilið vel og náði í stigasæti í fimm keppnum af fyrstu átta, m.a. náði hann tvisvar sinnum 7. sæti í Ástralíu og Miami. Tsunoda náði ekki í stig í Kanada, Spáni né Austurríki. Tsunoda endaði í 10. sæti í breska kappakstrinum og því níunda í Ungverjalandi. Tsunoda sagði í júlí að hann ætti skilið sætið hjá Red Bull Racing ef Sergio Pérez yrði látinn fara frá liðinu og fyndist það skrítið ef Liam Lawson fengi það sæti.[14] Í næstu 7 keppnum tímabilsins skoraði Tsunoda ekki stig og datt úr keppni í þremur þeirra. Í millitíðinni fyrir Bandaríska kappaksturinn í Texas var Ricciardo látinn fara frá Racing Bulls og Liam Lawson varð þá aftur orðinn liðsfélagi Yuki Tsunoda.[15] Tsunoda náði í stig í bæði í Brasilíu og Las Vegas og það voru hans síðustu stig það tímabilið. Hann endaði tímabilið í 12. sæti í heimsmeistaramótinu með 30 stig sem var hans besti árangur í Formúlu 1 til þessa fyrir heilt tímabil.
2025
[breyta | breyta frumkóða]Fyrir tímabilið 2025 var Tsunoda en í Visa Cash App Racing Bulls. Liam Lawson var staðfestur í Red Bull Racing sem liðsfélagi Max Verstappen.[16] Tsunoda fékk því nýjan liðsfélaga í Isack Hadjar. Tsunoda endaði í 12. Sæti í Bahrain og 16. sæti í Kína. En aðeins eftir tvær keppnir var Liam Lawson látinn skipta við Yuki Tsunoda þar sem Lawson var færður aftur í Racing Bull og Tsunoda fékk sætið í Red Bull Racing.[17]
Red Bull Racing (2025–áfram)
[breyta | breyta frumkóða]Yuki Tsunoda fékk Red Bull Racing sætið fyrir japanska kappaksturinn. Sagt var frá því að Honda hafi boðið Red Bull um 10 milljón bandaríkjadollara ef Tsunoda fengi sætið fyrir Japanska kappaksturinn.[18] Tsunoda endaði í 12. sæti í japanska kappakstrinum.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Yuki Tsunoda á formula1.com
- ↑ „Tsunoda to replace Lawson at Red Bull from Japanese GP as New Zealander drops down to Racing Bulls“. formula1.com. 27. mars 2025. Sótt 27. mars 2025.
- ↑ Selleck, Emily (27. mars 2025). „Everything to know about Yuki Tsunoda's F1 career amid the Red Bull driver swap“. Motorsport. Sótt 29. mars 2025.
- ↑ „Yuki Tsunoda, Who Has Broken Several Records as The Youngest Formula 1 Driver And Is Now Facing New Challenges, Talks About "What Motivates Him to Pursue His Dreams"“. Honda. 23. október 2023. Sótt 21. apríl 2025.
- ↑ Wood, Ida (17. janúar 2021). „Carlin convinced Tsunoda could have won 2020 F2 title“. Formula Scout. Sótt 21. apríl 2025.
- ↑ Galloway, James (11. febrúar 2021). „Yuki Tsunoda confirmed by AlphaTauri to replace Daniil Kvyat for F1 2021“. Sky Sports. Sótt 26. apríl 2025.
- ↑ „Þriðja klessan í sjö tímatökum“. mbl.is. 20. júní 2021. Sótt 26. apríl 2025.
- ↑ „Tsunoda ends year on career-high P4 after last-lap pass on Bottas“. Formula 1. 13. desember 2021. Sótt 26. apríl 2025.
- ↑ „Tsunoda out ahead of Saudi Arabian GP on nightmare weekend“. RacingNews365. 27. mars 2022. Sótt 26. apríl 2025.
- ↑ „Japaninn framlengir til 2023“. mbl.is. 24. september 2022. Sótt 26. apríl 2025.
- ↑ Sævar Breki Einarsson (12. júlí 2023). „Tekur sætið af nýliðanum“. mbl.is. Sótt 26. apríl 2025.
- ↑ Australian Associated Press (26. ágúst 2023). „Daniel Ricciardo breaks wrist in all-Australian crash at Dutch GP“. The Guardian. Sótt 26. apríl 2025.
- ↑ Mee, Lydia (3. september 2023). „F1 News: Yuki Tsunoda Out Of Italian GP On Formation Lap“. SI. Sótt 26. apríl 2025.
- ↑ „AlphaTauri's new name: F1 team rebrands as Visa Cash App RB in big change ahead of 2024 season“. Sky Sports. 24. janúar 2024. Sótt 26. apríl 2025.
- ↑ „Red Bull: Yuki Tsunoda says he deserves seat at F1 champions if change made amid Sergio Perez pressure“. Sky Sports. 18. júlí 2024. Sótt 26. apríl 2025.
- ↑ „Red Bull lætur Ricciardo róa“. mbl.is. 30. september 2024. Sótt 26. apríl 2025.
- ↑ Sindri Sverrisson (19. desember 2024). „Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað“. Vísir (vefmiðill). Sótt 26. apríl 2025.
- ↑ Ingvi Þór Sæmundsson (26. mars 2025). „Red Bull búið að gefast upp á Lawson“. Vísir (vefmiðill). Sótt 26. apríl 2025.
- ↑ Saunders; Nate (3. apríl 2025). „Tsunoda's Red Bull promotion will define his F1 career“. ESPN. Sótt 26. apríl 2025.