Ysta

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sagt er að eggjahvítuefni ysti þegar það verður stíft (vanalega vegna þess að það er hitað upp, látið súrna, eða ákveðnum gerlum bætt út í það). Sögnin er ópersónuleg og tekur frumlag í þolfalli (eggjahvítuna ystir), og er dregið af orðinu ostur. Matur er gjarnan látinn ysta, til dæmis má nefna kotasælu, og að þegar egg eru spæld og hvítan verður stíf og hvít, þá ystir hana. Sömuleiðis er broddur látinn ysta þegar ábrystir eru matreiddar. Þegar eggjahvítuefni, einkum úr mjólk, hefur yst, þá er stundum talað um að þá sé orðinn til ystingur.

  Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.