You'll Never Walk Alone
You'll Never Walk Alone (á íslensku „Þú arkar aldrei einn” eða „Þú ert aldrei einn á ferð”.[1]) er frægt lag eftir Rodgers og Hammerstein. Lagið var fyrst flutt á söngleiknum Carousel árið 1945 og gefið út sama ár. Útgáfa af laginu eftir hljómsveitina Gerry and the Pacemakers var tekin upp og gefin út árið 1963, þessi útgáfa af laginu varð gríðalega vinsæl. Lagið varð vinsælt meðal knattspyrnuaðdáenda og sérstaklega hjá aðdáendum enska knattspyrnufélagsins Liverpool við útgáfu Gerry and the Pacemakers. Það varð síðar slagorð Liverpool og einkennissöngur félagsins.
Íslenskun lagsins
[breyta | breyta frumkóða]Texti lagsins hefur verið þýddur endrum og sinnum yfir á íslensku. Tvær helstu þýðingarnar eru „Þú arkar aldrei einn” eftir Bjarka Elíasson og „Þú ert aldrei einn á ferð” eftir Þorstein Valdimarsson.[1]
Þú ert aldrei einn á ferð
[breyta | breyta frumkóða]Þýðing þessi hefur verið sungin margsinnis en höfundur hennar er Þorsteinn Valdimarsson.[2] Þýðingin hefur meðal annars verið sungin af Jóhanni Sigurðarsyni, leikara.[3]
Þú arkar aldrei einn
[breyta | breyta frumkóða]Þýðing þessi eftir Bjarka Elíasson, fyrrverandi yfirlögregluþjón og mikinn Liverpool-aðdáanda, er ekki jafn rótgróin og þýðing Þorsteins Valdimarssonar en kemur endrum og eins fyrir sem áreiðanleg íslenskun á laginu.[1] Bjarki skrifaði hana til minningar um Helga Símonarson, elsta áhanganda Liverpool samkvæmt leikskrá Liverpool haustið 2000.[4]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 1,2 Íslandi, Liverpoolklúbburinn á. „Liverpoolklúbburinn á Íslandi“. Heimasíða Liverpoolklúbbsins á Íslandi. Sótt 9. júlí 2023.
- ↑ „Titill: Þú ert aldrei einn á ferð = You'll never walk alone“. Hljóðsafn.is.
- ↑ Release - Topic (11. nóvember 2022), Aldrei einn á ferð, sótt 29. júní 2024
- ↑ „Helgi Símonarson látinn“. www.mbl.is. Sótt 29. júní 2024.