Wikipediaspjall:List yfir greinar með meira en 10.000 stafi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Er þetta markmið?[breyta frumkóða]

Er þetta eitthvað markmið að hafa greinar lengri en 10.000 stafi? Á en: kemur viðvörun ef grein er lengri en 55kb: "This page is 55 kilobytes long". Svo að mér finnst soldið óþarfi að hafa þessa grein. Síðan erum við líka með kerfissíðu sem gerir nokkurn vegin það sama, og mælt er með að greinar sem eru þar efst sé skipt niður í fleyri undirgreinar. --Steinninn 13. september 2007 kl. 21:31 (UTC)

Kannski ekki markmið en þó. Hugmyndin var að hægt væri að leita betur að vandaðri og lengri greinum sem ættu við áhugasvið hvers með því að flokka greinarnar í smærri flokka eins og er gert í gæða og úrvalsgreinum --Aron Ingi Ólason 13. september 2007 kl. 23:23 (UTC)
Ég er nú kannski soldið kaldur, en ég vildi helst eyða þessum lista og halda okkur við gæðalistann. Markmiðið er að finna góðar greinar, og gæðagreinar ná því mun betur en langar greinar. Sérstaklega þar sem þetta er ekki sjálfvirkur listi, og því fljótur að verða úreltur. --Steinninn 13. september 2007 kl. 23:54 (UTC)
Já, ég er sammála. Við gætum gert endarlaus af síðum um lengstu og flottustu greinarnar. Ég held að við sem komin með þær bestu nú þegar. --Stefán Örvarr Sigmundsson 14. september 2007 kl. 00:49 (UTC)
Það sem ég á við er að við þurfum ekki en eina síðu af þessu tagi. Hún mun aldrei haldast reglulega uppfærð. --Stefán Örvarr Sigmundsson 14. september 2007 kl. 11:01 (UTC)

Úrelt síða?[breyta frumkóða]

Er þessi síða ekki úrelt og of lítið uppfærð? Sýnist hún vera barn síns tíma þegar notendur voru máske með háleit markmið Berserkur (spjall) 16. febrúar 2018 kl. 21:14 (UTC)