Wikipediaspjall:Grein mánaðarins/06, 2011

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Jón Sigurðsson[breyta frumkóða]

Þann 17. júní 2011 verða 200 ár liðin síðan að Jón Sigurðsson, forseti fæddist. Árið 2007 var skipuð nefnd skv. þingsályktunartillögu sem átti að skila tillögum að því hvernig haldið yrði uppá það. Safn Jóns Sigurðssonar við Hrafnseyri mun opna nýja sýningu á afmælisdeginum. Í frétt frá því í ágúst segir „Sýningahald verður áberandi sem og útgáfa á bókum, frímerkjum og minjagripum. Þá verður og mikið húllumhæ á 200 ára afmælisdaginn sjálfan, bæði í Vesturheimi en þó aðallega á fæðingarstaðnum sjálfum, Hrafnseyri.“ [1]

Væri ekki sniðugt að reyna að gera greinina að gæðagrein og hafa sem grein mánaðarins þá? --Jabbi 21. desember 2010 kl. 23:27 (UTC)

Bendi á að forsætisráðuneytið hefur látið gefa út afmælistíðindi (pdf), kynningarbækling um ýmislegt sem til stendur í tilefni af aldarafmælinu. Þá er komin á laggirnar JonSigurdsson.is. --Jabbi 6. janúar 2011 kl. 21:51 (UTC)

Það væri sniðugt. Sýning um Jón verður líka opnuð í Þjóðarbókhlöðu í apríl auk þess sem allt efni sem tengist Jóni verður myndað og birt á handrit.is, timarit.is og baekur.is (slatti er nú þegar kominn inn). Það mætti nota þetta efni til að bæta greinina hér enn meira. Hvað segið þið um að gera þessa grein að samvinnuverkefni maímánaðar? aprílmánaðar? --Akigka 6. janúar 2011 kl. 21:57 (UTC)
Bæði apríl og maí? --Jabbi 7. janúar 2011 kl. 01:06 (UTC)

Hokusai[breyta frumkóða]

Ef ekki verður búið að gera greinina um Jón Sigurðsson að gæðagrein fyrir 1. júní þá legg ég til að Hokusai verði grein mánaðarins.--Jóhann Heiðar Árnason 4. apríl 2011 kl. 19:11 (UTC)

Fín varagrein. --Cessator 4. apríl 2011 kl. 22:45 (UTC)