Wikipediaspjall:Grein mánaðarins/06, 2006

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Krosskónguló þar sem nú er sumar og fullt af þessum kvikindum eru farin að gera vefi út um alla veggi þá fynst mér tilvalið að benda á þessa grein sem ég átti að vísu þátt í að skrifa og Gdh lagfærði stafsetningu og málfar auk þess að hjálpa mikið til en Akigka hjálpaði við að gera taxboxið og fleira. --Aron Ingi Ólason 9. maí 2006 kl. 17:22 (UTC)

Sammála, í tilefni árstíðarinnar, en hinsvegar mætti gera þessa grein þó nokkuð mikið ítarlegari. Svo mætti stefna á að sólin verði grein mánaðarins í júlí! --Smári McCarthy 9. maí 2006 kl. 17:41 (UTC)
Ég er ekki sammála, í greininni eru klausur eins og "einhverjar merkilegustu gildrur hryggleysingja" sem hljómar eins og Attenborough hafi skrifað greinina sjálfur ;). Auk þess er nafnið alveg örugglega vitlaust þar sem að krossköngulær er ættkvísl köngulóa ekki tegund [1]. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 9. maí 2006 kl. 17:44 (UTC)
Góð ábending. Reyndar las ég greinina ekki; skimaði bara lauslega yfir hana. Þó svo að ég sé sammála hugmyndinni, því hún er sumarleg og hressandi og svona, þá þarf verulega að skoða efni greinarinnar áður en að hún verður valin. Samþykki mitt er því háð því að hún verði ærlega tekin í gegn! --Smári McCarthy 9. maí 2006 kl. 18:05 (UTC)
á vísinda vefnum er talað um krosskóngulær sem tegund þó mér fannst það hálf skrítið ég skal fynna link á þetta bíddu bara :) --Aron Ingi Ólason 9. maí 2006 kl. 18:39 (UTC)

hérna er þetta „Spurning: Er það rétt að til sé köngulóartegund á Íslandi sem getur bitið í gegnum skinn á manni? Svar: Já, það er rétt. Af þeim rúmlega 80 tegundum köngulóa sem hafa fundist hér á landi eru örfáar sem hafa nógu öflug klóskæri til að stinga í gegnum húð manna. Þær eru krossköngulóin (Araneus diadematus), heiðaköngulóin (Arctosa alpigena) og skurðalóin(Leptorhoptrum robustum). Þess má þó geta að bit af völdum þessara tegunda eru afar sjaldgæf og alls ekki hættuleg “.lestu þessa grein http://www.visindavefur.hi.is/ þar sem þetta þetta kemur fram snemma í greininni --Aron Ingi Ólason 9. maí 2006 kl. 18:45 (UTC)

Ósammála, greinin þyrfti að vera lengri. JB 9. maí 2006 kl. 19:07 (UTC)
lengd greinar á ekki að skifta neinu máli að mínu mati heldur hversu ýtarlegri hún er. Ég geri þessvegna ráð fyrir að þú hafir átt við það svo að mér fynnst þú þurfir að rökstyðja þetta frekar eins og benda td á hvað vantar svo hægt sé að laga það. --Aron Ingi Ólason 9. maí 2006 kl. 20:11 (UTC)

Eigum við ekki fyrst að gera hana að úrvalsgrein áður en við fröum að tala um grein mánaðarins. --Bjarki 9. maí 2006 kl. 20:42 (UTC)

Nákvæmlega það sem ég hélt ég hefði skrifað hérna, en það virðist hafa misheppnast einhvernvegin. Þó það sé ekki skylda, finnst mér að við eigum frekar að gera úrvalsgreinar að mánaðargreinum. Hinsvegar er þetta grein sem má alveg reyna að breyta í slíka. --Sterio 9. maí 2006 kl. 21:21 (UTC)
Þessi grein á nokkuð í land áður en hún gæti orðið úrvalsgrein. Ég ber ekki skynbragð á efnið sem slíkt og gagnrýni það því ekki, en efnistök, framsetningu, málfar og stafsetningu má bæta til mikilla muna og þarf endilega að gera áður en farið er að tilnefna eitt eða annað.--Mói 9. maí 2006 kl. 22:05 (UTC)
mér fannst þessi grein bara heldur í styttra lagi og fanst hún heldur eiga vera grein mánaðarins en úrvalsgrein. En annars, þá má alveg reyna að gera hana sem slíka mínvegna eftir að viðeigandi breitingar hafa átt sér stað. --Aron Ingi Ólason 9. maí 2006 kl. 22:22 (UTC)
Ég er nú ekki endilega sammála því að forsíðugreinin þurfi að vera jafnítarleg, frábærlega vel skrifuð og innmúruð í heimildum og úrvalsgrein. Sýning greinar á forsíðu getur einmitt kallað eftir því að bætt sé við greinina af þeim sem rekast inn á hana þaðan. En lágmarkskröfu um gott og vandað mál og heilleika textans (að hann virki sem ein heild en ekki brot) er sjálfsagt að gera. Aðrar sæmilega ítarlegar lífríkisgreinar sem eiga nokkuð í land með að verða úrvalsgreinar eru t.d. Hrafn og Keila (fiskur). --Akigka 24. maí 2006 kl. 16:50 (UTC)

Engar fleiri hugmyndir að grein mánaðarins? --Akigka 29. maí 2006 kl. 15:44 (UTC)

Bara einhverja úrvalsgrein, sá sem verður fyrstur til að breyta þessu 1. júní getur bara ráðið því. Ég get svona nokkurnvegin bókað það að það gerir það alltaf einhver :P --Friðrik Bragi Dýrfjörð 29. maí 2006 kl. 21:25 (UTC)