Wikipedia:Kynning 2

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Breytingarhamur

1. Sýnilegar breytingar (nýja leiðin)

Sýnilegar breytingar er ný leið til að breyta Wikipediu. Nú er hægt að breyta textanum og sjá efnið eins og það mun birtast. Kíktu á leiðbeiningarnar fyrir sýnilega breytihaminn á ensku.

2. Að breyta frumkóða (gamla leiðin)

Gamla leiðin til að breyta greinum á Wikipedia var með því að breyta frumkóðanum. Stundum þarf maður enn að skipta yfir í frumkóðann til að gera breytingar, en það þarftu sjaldan að gera.

Í frumkóða-breytingarhamnum sérðu þessa breytingarstiku hér fyrir neðan.

Fyrstu tveir takkarnir eru augljósir og ég fer ekki yfir þá.

Undirskrift og tímasetning skrifar undir ummæli þín. Þessi takki er aðeins notaður á spjallsíðum.

Tengill er notaður til að búa til tengla. Tenglar á is.wiki eru tvennskonar. Innri tenglar, sem eru tenglar á wikipedia, ekki bara á íslensku heldur á öllum tungumálum sem wikipedia er til á. Innri tenglar ná einnig yfir systurverkefni hennar. Ytri tenglar eru tenglar á aðrar vefsíður.

Bæta við mynd er til þess að bæta við mynd. Wikipedia leyfir ekki myndir af netinu en við höfum aðgang að 15 milljón myndum. Skrifaðu forskeytið "Mynd:" ásamt leitarorðinu í leitarboxið til þess að finna þær.

Tilvísanir er notað fyrir heimildir. Segjum sem svo að þú sért búinn að skrifa tilvísun í heimild. Næst er tilvísunin valin og smellt á þennan takka. Með því ertu að búa til tilvísun í neðanmálsgrein. Ef engar tilvísanir eru fyrir í greininni þarf að búa til tilvísunar kafla neðar í greininni. Það er gert með því að fara í fellilistann "Ítarlegt" og velja þar "Fyrirsagnir" og "2. stig". Að lokum skrifaðu Tilvísanir og í næstu línu fyrir neðan seturðu <references /> Margir aðrir möguleikar eru undir fellivallistunum "ítarlegt", "sérstafir", "hjálp" og "edittools". Prófaðu þig áfram.

Spjallsíður

Textað myndband um spjallsíður.

Spjallsíður eru umræðuvettvangar þar sem að notendur geta rætt um hvernig mætti bæta greinina. Þegar síða er skoðuð er tengill á spjallsíðu greinarinnar til vinstri við breytingarflipann, í sömu línu. Ef tengilinn er rauður, þá hefur engin umræða um þessa síðu farið fram (eða að umræðunni hafi verið eytt). Mundu að skrifa undir ummæli þín með Undirskrift og tímasetning.