Wikipedia:Gæðagreinar/San Francisco

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
San Francisco
San Francisco

San Francisco er fjórða stærsta borg Kaliforníuríkis og er á vesturströnd Bandaríkjanna. Hún liggur á milli San Francisco-flóa og Kyrrahafsins. Þar búa 744.041 manns (1. júlí 2006) en ef borgin San José, sem liggur þétt upp að San Francisco, er talin með búa um 7 milljónir á svæðinu og er það þá fjórða fjölmennasta svæði Bandaríkjanna.

Helstu kennileiti eru Golden Gate-brúin, Alcatraz, Transamerica Pyramid byggingin og sporvagnarnir.

Borgin liggur á norðurodda San Francisco skagans, sem myndar San Francisco flóa. Borgarmörkin afmarkast í norðri af Golden Gate-brúnni, í vestri af Kyrrahafinu, í austri af San Francisco-flóanum og í suðri af hinum 300m háu Twin-Peaks hólum, sem spænskir trúboðar nefndu vegna útlits síns Los Pechos de la Chola eða Brjóst indjánastelpunnar.

Lesa áfram um San Francisco...