Fara í innihald

Wikipedia:Gæðagreinar/Orka

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Eldinga búa yfir mikilli orku.
Eldinga búa yfir mikilli orku.

Orka er grundvallarstærð sem hvert eðlisfræðilegt kerfi hefur að geyma. Orka er skilgreind sem magn vinnu sem þarf til að breyta ástandi eðlisfræðilegs kerfis. Til dæmis þarf K = ½mv² vinnu til að hraða byssukúlu frá núll hraða í hraða v — og kallast því stærðin ½mv² hreyfiorka byssukúlunnar. Önnur dæmi eru raforkan sem geymd er í rafhlöðu, efnaorkan sem er í matarbita eða bensíni, varmaorka vatnshitara, stöðuorka upphækkaðs vatns á bak við stíflu og hreyfiorka bíls á ákveðnum hraða.

Það er auðveldlega hægt að breyta orku úr einni mynd yfir í aðra. Sem dæmi, ef rafhlaða er notuð til að knýja rafmagnshitara, breytist efnaorka í raforku, sem svo aftur breytist í varmaorku. Eða, með því að láta upphækkað vatn renna niður á við, breytist stöðuorka þess í hreyfiorku hreyfils, sem svo breytist í raforku með hjálp rafals.

Lesa áfram um orku...