Fara í innihald

Wikipedia:Gæðagreinar/Alþingi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Alþingishúsið við Austurvöll.
Alþingishúsið við Austurvöll.

Alþingi er löggjafarþing Íslands sem upphaflega var stofnað árið 930 á Þingvöllum þar sem það kom saman árlega fram til ársins 1799. Alþingi var endurreist í núverandi mynd í Reykjavík árið 1844. Á þinginu sitja 63 fulltrúar þjóðarinnar, alþingismenn, sem eru kjörnir af henni í beinni og leynilegri kosningu. Alþingi er æðsti handhafi löggjafarvalds á Íslandi og samkvæmt þingræðisreglunni bera ráðherrar ábyrgð gagnvart Alþingi og ríkisstjórnin verður að njóta stuðnings meirihluta þingheims.

Alþingi kemur saman árlega á fyrsta degi októbermánaðar eða næsta virka degi eftir það og stendur til fyrsta dags októbermánaðar árið eftir ef kjörtímabilinu lýkur ekki í millitíðinni eða þing er rofið, kjörtímabilið er fjögur ár. Kosningarétt til Alþingis hafa allir íslenskir ríkisborgarar sem hafa náð 18 ára aldri. Allir þeir sem hafa kosningarétt til þingsins og óflekkað mannorð eru kjörgengir til Alþingis. Þingið starfar í einni deild ólíkt löggjafarþingum margra annarra ríkja.

Lesa áfram um Alþingi...