Wikipedia:Gæðagreinar/Óbó

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Frá vinstri: Óbó, Ástaróbó og Englahorn.
Frá vinstri: Óbó, Ástaróbó og Englahorn.

Óbó er tréblásturshljóðfæri af flokki tvíblöðunga. Orðið „óbó“ er komið af franska orðinu: „hautbois“ sem merkir bókstaflega „Hátt eða hávært tré“. Einstaklingur sem spilar á óbó er kallaður óbóleikari. Halldór Laxness nefnir hljóðfærið óbóu (kenniföllin óbóa, -u, -ur).

Tónn óbósins hefur gríðarlegt magn yfirtóna og því er auðvelt að stilla önnur hljóðfæri eftir honum. Til dæmis er alltaf stillt eftir óbóinu í sinfóníuhljómsveitum. Tónsvið þess er frá B til g’’’, margir óbóleikarar ná hærra, alveg upp á cís’’’’ en það tónsvið þykir ekki mjög fimt nema með sérsmíðuðum blöðum (sem virka þá verr neðar á tónsviðinu). Miðað við önnur tréblásturshljóðfæri hefur óbóið mjög þykkan en næstum skerandi tón, samt er algengt að honum sé lýst sem angurværum.

Lesa áfram um Óbó...