Wenzhou Longwan-alþjóðaflugvöllurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Farþegamiðstöð Wenzhou Longwan flugvallarins.
Farþegamiðstöð Wenzhou Longwan flugvallarins.
Farþegaaðstaða í eldri flugstöðvarbyggingu flugvallarins.
Farþegaaðstaða í eldri flugstöðvarbyggingu flugvallarins.
Lest á S1 línunni. Bæði S1 og S2 járnbrautarlínur tengja flugvöllinn við miðborgina og nærliggjandi borgir.
Lest á S1 línunni. Bæði S1 og S2 járnbrautarlínur tengja flugvöllinn við miðborgina og nærliggjandi borgir.
Sérstöð neðanjarðarlestarstöð Wenzhou Longwan flugvallarins opnaði árið 2019. S1 og S2 járnbrautarlínur tengja flugvöllinn við miðborgina og nærliggjandi borgir.
Sérstök neðanjarðarlestarstöð Wenzhou Longwan flugvallarins opnaði árið 2019. S1 og S2 járnbrautarlínur tengja flugvöllinn við miðborgina og nærliggjandi borgir.

Alþjóðaflugvöllur Wenzhou Longwan (IATA: WNZ, ICAO: ZSWZ) (kínverska: 温州龙湾国际机场; rómönskun: Wēnzhōu Yóngqiáng Jīchǎng) er meginflughöfn Wenzhou borgar í Zhejiang héraði í Alþýðulýðveldinu Kína. Hann einn af stærri flugvöllum í Austur-Kína.[1][2][3]

Flugvöllurinn er staðsettur um 21 kílómetra frá miðborg Wenzhou í Longwan hverfi sem gefur honum nafn. Hann þjónar Wenzhou og öðrum nærliggjandi borgum eins og Taizhou, Lishui og Ningde.

Flugvöllurinn hefur tvær flugstöðvar, T1 fyrir millilandaflug sem nær yfir 129.500 m2 svæði og T2 fyrir innanlandsflug, sem er 534.000 m2.[1]

Vöxtur flugvallarins hefur verið mikill. Árið 2019 fóru 12,3 milljónir farþega um völlinn og um 81.107 tonn af farmi.[3]

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Wenzhou Longwan alþjóðaflugvöllur var opnaður fyrir borgaralegt flug árið 1990. Síðan þá, vegna mikillar fjölgunar farþega, hefur völlurinn og tengdir samgönguinnviðir verið í stækkunarferli. Annar byggingaráfangi flugvallarins tók til starfa árið 2008 með nýrri flugstöðvarbygginguog árið 2018 opnaði önnur 16.000 fermetra farþegamiðstöð með getu til að taka við um 15 milljónum farþega árlega.[3]

Nú er unnið að þriðja áfanga stækkunar flugvallarins sem á að ljúka árið 2030. Hann felur í sér byggingu annarrar flugbrautar (3.600 metrar á lengd), lengingu núverandi flugbrautar um 400 metra, og byggingu þriðju flugstöðvarinnar (T3), stækkun T2 flugstöðvarinnar og byggingu nýrri 104.000 fermetrar vörugeymslu. Árið 2030 á flugvöllurinn að geta tekið á móti 30 milljónum flugfarþega á ári, annast 232.000 flug og taka á móti 400.000 tonn af farmi.[4]

Á sama skapi hafa flugbrautir verið í framþróun og stækkun. Nú eru þar tvær samhliða flugbrautir sem er 3.200 metrar að lengd og önnur sem þjónar sem neyðarbraut. Nú er unnið að uppfærslu fyrri farþegamiðstöðvar. Þegar því lýkur verður hún notuð til alþjóðaflugs, en hin sem innanlandsflugstöð.[3]

Í júní 2011 samþykktu stjórnvöld að skilgreina flugvöllinn sem „fyrsta flokks flughöfn“, sem gerir kleift að opna hann fyrir lendingar erlendra flugvéla. Sama ár hófst flug til Taípei borgar í Taívan. Ári síðar opnaði flug til Suður-Kóreu. Árið 2016 komst á áætlunarflug til Bangkok, Taílandi.[5] Sama ár hófst flug til Rómar á Ítalíu.[6]

Samgöngur við flugvöllinn eru einnig í mikilli uppbyggingu. Sérstök neðanjarðarlestarstöð flugvallarins opnaði árið 2019. Bæði S1 og S2 járnbrautarlínan í Wenzhou fara í gegnum T2 flugstöðina á flugvellinum. S1 línan tengir Suðurbrautarstöð borgarinnar og aðalbrautarstöð við flugvöllinn. S2 sem er í uppbyggingu mun tengja flugvöllinn við nærliggjandi borgir.[7] [8]

Lagðir hafa verið þjóðvegir sem tengja flugvöllinn betur við nágrannaborgir og hverfi. Byggðar hafa verið járnbrautarlestartengingar, léttlestir og neðanjarðarlestir. Það er hluti af áformum um að styrkja Wenzhou sem svæðisbundna samgöngumiðstöð í austurhluta Kína.[9]

Samgöngur við flugvöllinn[breyta | breyta frumkóða]

Flugvöllurinn er tengdur borginni með ýmsum samgöngutækjum. Lestir og snarlestir tengja flughöfnina við miðborg Wenzhou. Að auki tengja strætisvagnar og gott vegakerfi flughöfnina við borgina og nærliggjandi svæði. Fyrirhugað er að byggja fleiri vega- og lestartengingar.

Flugfélög[breyta | breyta frumkóða]

Mörg flugfélög starfa á hinum flugvellinum bæði farþegaflugfélög og farmflugfélög. Dæmi um umsvifamikil flugfélög eru: China International Airlines, China Eastern Airlines, China Southern Airlines, Shanghai Airlines, Loong Airlines, og China Airlines

Flugleiðir[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2018 bauð flugvöllurinn tengingar til 104 innlendra borga og 29 alþjóðlegra borga og svæða.[1] Margir áfangastaðir flugvallarins eru innan Kína, þar sem hann þjónar flestum stærri borgum landsins. Flugvöllurinn er fyrst og fremst nýttur til innanlandsflugs í Kína.[10]

Tölfræði[breyta | breyta frumkóða]


Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Fyrirmynd greinarinnar var útgáfu Wikipedia. Sótt 4. ágúst 2022.
  • Fyrirmynd greinarinnar var útgáfu Wikipedia. Sótt 4. ágúst 2022.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 1,2 Wenzhou Municipal People's Government (27. ágúst 2019). „Wenzhou Longwan International Airport“. Wenzhou Municipal People's Government. Sótt 3. ágúst 2022.
  2. „Wenzhou Longwan International Airport“, Wikipedia (enska), 2. júlí 2022, sótt 5. ágúst 2022
  3. 3,0 3,1 3,2 3,3 „温州龙湾国际机场“, 维基百科,自由的百科全书 (kínverska), 5. ágúst 2022, sótt 5. ágúst 2022
  4. The Information Office of Wenzhou Municipal People's Government (5. nóvember 2020). „Wenzhou airport to launch 3rd-phase expansion“. The Information Office of Wenzhou Municipal People's Government. Sótt 4. ágúst 2022.
  5. „China Eastern Adds New Bangkok Service in 16Q1“. Routes (bresk enska). Sótt 5. ágúst 2022.
  6. „China Eastern Resumes Wenzhou – Rome Service from late-Jan 2016“. Routes (bresk enska). Sótt 5. ágúst 2022.
  7. „机场站 (温州市)“, 维基百科,自由的百科全书 (kínverska), 13. maí 2022, sótt 5. ágúst 2022
  8. „温州市域铁路S2线“, 维基百科,自由的百科全书 (kínverska), 7. júlí 2022, sótt 5. ágúst 2022
  9. „温州机场 规划发展“. www.wzair.cn. Sótt 5. ágúst 2022.
  10. „Direct flights from Wenzhou (WNZ) - FlightConnections“. www.flightconnections.com (enska). Sótt 5. ágúst 2022.