WebP
Útlit
WebP er stafrænt myndasnið sem nú er í þróun hjá Google. Systurverkefni þess er WebM margmiðlunarsniðið. WebP hugbúnaður er gefinn út undir BSD höfundarleyfi.
WebP myndasniðið var fyrst kynnt 30. september 2010 og þá sem nýr opinn staðall fyrir þjöppun á myndum það sem gæði minnka (e. lossy) og sem betri valkostur en jpeg. Þann 3. október 2011 auglýsti Google WebP fyrir hreyfimyndir (e. animation). Google hóf tilraunir með að þjappa myndum án þess að minnka gæði og þjappa myndum með gagnsæi (e. alpha channel) bæði með og án þess að minnka myndgæði. Samkvæmt upplýsingum frá Google er mögulegt að þjappa PNG vefmyndum um 45% með því að umbreyta þeim úr PNG yfir í WebP.
Flestir vafrar geta sýnt WebP myndir en þó ekki Safari.