Washington-háskóli í St. Louis
Útlit
Washington-háskóli í St. Louis (e. Washington University in St. Louis) er einkarekinn rannsóknarháskóli í St. Louis í Missouri í Bandaríkjunum. Skólinn var stofnaður árið 1853 og nefndur eftir George Washington, fyrsta forseta Bandaríkjanna.
Rúmlega 12 þúsund nemendur stunda nám við skólann, um helmingur þeirra stundar grunnnám og helmingur framhaldsnám. Háskólasjóður skólans nemur 4,05 milljörðum Bandaríkjadala.
Einkunnarorð skólans eru (á latínu) per veritatem vis og þýða „styrkur í gegnum sannleikann“.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Washington-háskóla í St. Louis.