WYSIWYG

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
WYSIWYG-ritill (vinstra megin) sem líkir eftir endanlegri útgáfu skjals og LaTeX-kóði í textaritli (hægra megin) sem líkist ekkert endanlegri útgáfu.

WYSIWYG er skammstöfun sem stendur fyrir what you see is what you get eða „það sem þú sérð er það sem þú færð“. Það er notað um ritla sem sýna „endanlegt“ útlit jafnóðum og maður skrifar inn/breytir. Þetta hugtak er þannig einkum notað um ritvinnsluforrit, umbrotsforrit, vefsíðugerðarforrit o.s.frv. þar sem endanleg útkoma (í prentun eða vafra) er nokkurn veginn sú sama og notandinn sér á skjánum þegar hann vinnur með viðkomandi skjal, öfugt við t.d. LaTeX-ritla eða HTML-ritla þar sem endanleg útkoma verður ekki sýnileg fyrr en skjalið fer í gegnum vinnsluferli sem breytir því í endanlega útgáfu (t.d. í myndsetningarkerfi vafra, eða PDF-setningarkerfi). Til þess að þetta virki þarf ritillinn að herma eftir endanlegu úttaki eins vel og hann getur sem getur verið miserfitt. Betri umbrotsforrit bjóða oft upp á möguleikann að stilla litanotkun fyrir viðkomandi skjá svo hún líkist sem mest litanotkun í prentsmiðju til að tryggja að endanlegur prentgripur verði sem líkastur því sem notandinn sér á skjánum.

WYSIWYG-ritlar komu fyrst fram á sjónarsviðið á tölvum sem notuðust við tölvumús og myndræn notendaskil en áður notuðu ritvinnsluforrit ívafsmál til að stýra umbrotsaðgerðum texta (breiðletrun, skáletrun, jöfnun o.s.frv.). Fyrsti ritillinn sem bauð upp á WYSIWYG-virkni er talinn hafa verið Bravo sem var skrifaður fyrir Xerox Alto-tölvuna árið 1974, en fyrsta ritvinnsluforritið af þessu tagi sem náði almennri útbreiðslu var MacWrite fyrir Apple Macintosh-tölvur árið 1984. Skjáupplausn Macintosh-tölvanna (72dpi) var miðuð við upplausn ImageWrite-nálaprentara sem Apple seldi með tölvunum (144dpi) þannig að þegar notandinn hélt prentaða skjalinu upp að skjánum var útkoman jafnstór en í helmingi betri upplausn.

Dæmi um WYSIWYG-ritla[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi tæknigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

wysiwyg er einnig notað til að svindla á fólki líkt og þegar þú kaupir myndavél og það er að