Fara í innihald

Víðnet

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá WAN)

Víðnet (WAN) er skilgreint sem tölvunet sem nær yfir stórt svæði. Víðnet getur samanstaðið af mörgum minni netum, staðarnetum (e. LAN), sem hafa samskipti sín á milli með beinum (e.routers). Víðnet eru notuð til að sameina mörg önnur net þannig að hægt sé að hafa samskipti á milli þessara annars aðskildu neta, staðarneta.

Stærsta og þekktasta dæmið um víðnet er sjálft internetið. Tölvur um allan heim sem geta haft samskipti sín á milli. Víðnets tæknin vinnur allajafna á neðstu þremur lögum OSI módelsins, vélbúnaðarlag (e. physical layer, netlag (e. network layer) og gagnalag (e. data link layer).

Tengimöguleikar

[breyta | breyta frumkóða]

Sem dæmi um tengimöguleika fyrir víðnet má nefna:

  • Leigulína (e. leased line): Bein tenging á milli tveggja tölva eða staðarneta (e. LANs)
  • Hringaskipti (e. circuit switching) : Hringleið er mynduð á milli endapunkta
  • Pakkaskipti (e. packet switching) : Pakkar sendir um línur sem eru sameiginlegar með annarri umferð.

Hringaskipting á móti pakkaskiptingu (circuit switching vs packet switching)

[breyta | breyta frumkóða]

Hringaskipting er sú aðferð sem notuð er til að tengja símalínur. Hún virkar þannig að línurnar sem þarf í samskiptin eru teknar frá og notaðar og svo skilað þegar búið er að nota þær þannig að fleiri geti komist að og notað þær.

Pakkaskipting virkar þannig að gögn eru brotin niður í litla pakka. Þessir pakkar innihalda svo gögnin sjálf ásamt haus (e. header) sem inniheldur meðal annars upplýsingar um hvert pakkinn er að fara og hvaðan hann kemur. Þetta eru alveg sjálfstæðir pakkar sem treysta á net prótókolla til að komast áleiðis. Þegar þeir komast á leiðarenda er þeim svo endurraðað.

Það er fljótlegra og öruggara að flytja gögn með pakkaskiptingu (e. packet switching).