Vítalíj Klitsjkó
Vítalíj Volodymyrovytsj Klitsjko (úkraínska: Віта́лій Володи́мирович Кличко́), f, 19. júlí 1971, er úkraínskur stjórnmálamaður og fyrrum hnefaleikari. Hann er núverandi borgarstjóri Kænugarðs.
Klitsjko er fyrrum leiðtogi evrópusinnaða Petro Porosjenko-bloc flokkins (Nú Evrópsk samstaða) og fyrrum þingmaður. Hann var áberandi í Euromaidan mótmælunum 2013-2014.[1] Árið 2014 hugðist hann bjóða sig fram til forseta Úkraínu en skipti um skoðun og ákvað að bjóða sig fram til borgarstjóra Kænugarðs.
Klitsjko lagði boxhanskana á hilluna 2013. Hann varði box heimsmeistaratitil sinn 12 sinnum, tapaði ekki bardaga og endaði þá með 87% þeirra með því að slá andstæðinginn niður. Hann ásamt bróður sínum Vladímír Klitsjko eru í heimsmetabók Guinness yfir flesta titla í þungavigt eða 40.
Í innrás Rússa í Úkraínu 2022 lýsti Klitsjko yfir sigri á Rússum í Kænugarði í lok mars en Rússar höfðu gert loftárásir á borgina og farið um nágrannaborgir og drepið þar fjölda manns.
Faðir Klitsjko var sovéskur flughershöfðingi og var um tíma í Austur-Þýskalandi og Tékkóslóvakíu.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Þórunn Elísabet Bogadóttir (13. febrúar 2014). „Boxarinn sem vill sameina Úkraínu“. Kjarninn. bls. 32-36.