Fara í innihald

Von (Bubbi Morthens)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Von er plata með íslenska tónlistarmanninnum Bubba Morthens og kúbversku hljómsveitinni Sierra Maestra. Í byrjun árs 1992 spratt upp orðrómur um að Bubbi væri á leiðinni til Kúbu að taka upp plötu. Í viðtali við Morgunblaðið 19. mars 1992 sagðist Bubbi upphaflega ætlað til Brasilíu að taka upp plötu, en síðan skipt um skoðun á minningartónleikum Guðmunds Ingólfssonar píanóleikara. Þar kom Bubbi fram með svokallaðri salsasveit með þeim Gulla Briem, Tryggva HÜbner, Pálma Gunnarssyni og Reyni Jónassyni. Þar fluttu þeir minnigarlag um Guðmund, sem hafði nafnið Þínir löngu grönnu fingur. Hann talaði síðan um hvernig að eftir flutninginn þá hafi hann verið baksviðs að tala við Tómas R. Einarsson og talað um að hann vildi vilja gera heila plötu í stíl Þinna löngu grönnu fingra og að hann vildi fara til Brasilíu að taka plötuna upp.

Tómas stakk þá upp á því að ég færi frekar til Kúbu og tveimur dögum síðar var þetta allt komið í gang

6. maí 1992 hélt Bubbi með Eyþóri Gunnarssyni, Gunnlaugi Briem og tæknimanni ferðarinnar, Bergi Grímssyni. Þegar komið var til Kúbu lentu þeir Bubbi og félagar í mjög ströngu tékki, en þegar að Bubbi framvísaði bréfi sem sagði að þeir væri "í boði háttsettra manna" breyttist viðmótið

Eftir nokkra mæðu fórum við á alþjóðaflugvöllinn og þar tók á móti okkur móttökunefnd, með ræðum og tilheyrandi. Þá komumst við að því að við vorum fyrstu vestrænu tónlistarmennirnir sem komu til Kúbu í 34 ár

Platan kom út þann 12. nóvember 1992 og til að kynna hana komu þeir félagar í Sierra Maestra til landsins til að fara í tónleikaferð með Bubba um landið.

Við sem höfum notið tónlistar Bubba Morthens gegnum árin tökum við þessari nýju plötu fagnandi og vonum um leið að leit hans að hinum eina sanna tóni og sannleikanum í list sinni linni aldrei. Sigurður Þór Salvarsson, gagnrýnandi DV

Eftir velgengni plötunnar var bæði íhugað að gera endurgerð af plötunni á ensku og að Sierra Maestra myndi koma til Íslands til að taka þátt í tónleikaferð sem notuð væri til að kynna plötuna en hætt var við báða viðburði vegna fjármagnsskorts

  1. Þínir löngu grönnu fingur
  2. Kossar án vara
  3. Jakkalakkar
  4. Hroki
  5. Þingmannagæla
  6. Myrkur sjór og sandur
  7. Einskonar ást
  8. Ég minnist þín
  9. Borgarbarn
  10. Þú færð að vita
  11. Brunnurinn okkar