Vodafone-deildin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Vodafone-deildin var úrvalsdeildin í rafíþróttum á Íslandi sem stóð yfir frá 25. mars 2020 til 14. janúar 2022. [1]
Í lokaútsendingu Vodafone-deildarinnar var tilkynnt að Ljósleiðarinn væri nýr styrktaraðili, og tók Ljósleiðaradeildin við kyndlinum í kjölfarið.

Fyrsta útsendingin fór fram á Stöð 2 eSports sem og í opinni dagskrá hjá Vísir þann 25. mars 2020 kl. 19:45, en um var að ræða upphitun þar sem Rafíþróttadeild Fylkis og Rafíþróttadeild Þórs spiluðu Counter-Strike: Global Offensive. [2]

Síðasta útsendingin fór fram 14. janúar 2022, en um var að ræða 'Show Match' útsendingu þar sem draumaliðið og pressuliðið etjuðu að kappi í Counter-Strike: Global Offensive. Einnig var tilkynnt að í því streymi yrði nýr samstarfsaðili afhjúpaður, en það markaði endalok Vodafone-deildarinnar. [3]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 19. mars 2020, Vodafone deildin hefst í næstu viku Vísir.is
  2. 25. mars 2020, Vodafone deildin - Upphitun Vodafone-deildin
  3. 14. janúar 2022, Voda­fone-deildin í kvöld: Úr­vals­deildars­howmatch og nýr sam­starfs­aðili af­hjúpaður Vísir