Vistgata

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þýskt skilti sem merkir vistgötu.

Vistgata er gata þar sem umferð gangandi vegfarenda og hægfara faratækja — eins og reiðhjóla, hjólaskauta eða hjólabretta — hefur forgang fram yfir umferð bíla. Ekki má aka hraðar en 15 km á klst, en ef gangandi vegfarendur eru nærri má ekki aka yfir gönguhraða. Gangandi vegfarendum, börnum að leik o.s.frv. er heimilt að nota götuna til jafns við bíla. Ekki má leggja ökutækjum nema á sérstaklega merktum stæðum. Það má þó leggja reiðhjólum.

Í 7. grein[1] íslenskra umferðarlaga er kafli um vistgötur. Þar kemur fram að vistgötur skuli merkja með sérstöku skilti.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. http://www.althingi.is/lagas/137/1987050.html#G7M1